Saga fyrirtækisins Á. Guðmundsson
Á. Guðmundsson ehf. var stofnað í janúar 1956 af hjónunum Maríu Sigmundsdóttur og Ásgeiri J. Guðmundssyni húsgagnasmíðameistara að Eiríksgötu 9, Reykjavík í 40 fermetra húsnæði.
Árið 1962 flutti fyrirtækið í 220 fermetra eigið húsnæði að Auðbrekku 10 í Kópavogi sem síðar var stækkað í 1.100 fermetra á þremur hæðum. Árið 1977 flutti Á.Guðmundsson í 1.450 fermetra húsnæði á einni hæð að Skemmuveg 4 í Kópavogi, sem seinna var stækkað um 330 fermetra árið 1993.
Á vormánuðum árið 1999 flutti Á. Guðmundsson að Bæjarlind 8-10 í Kópavogi í glæsilegt verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Húsið er alls 3.240 fermetrar að stærð og er öll starfsemi Á. Guðmundsson þar enn í dag.
Frá upphafi hefur verið lög mikil áhersla á íslenska hönnun og framleiðslu. Í fyrstu voru
framleiddar ýmsar gerðir húsgagna hjá Á. Guðmundsson.
Árið 1973 hófst framleiðsla skrifstofuhúsgagna. Þá voru húsgögnin hönnuð af Helga Einarssyni og síðar af Þorkeli G. Guðmundssyni. Um 1985 hófst framleiðsala á SERÍA skrifstofu- og skólahúsgögnum sem Sturla Már Jónsson hannaði.
Nú í dag framleiðir Á. Guðmundsson FLEX skrifstofuhúsgögnin sem Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hanna. Auk þess framleiðir fyrirtækið SPUNA og SPROTA fundar- og kaffistofuhúsgögn ásamt SPEKI skólahúsgögnunum. Þessar þrjár línur eru hannaðar af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur.
Einnig framleiðir Á. Guðmundsson FAXA fundarstóla sem eru hannaðir af Pétri B.
Lútherssyni.
Íslensk hönnun og handverk hefur verið okkar einkenni frá upphafi. Við höfum verið leiðandi í framleiðslu á skóla- og skrifstofuhúsgögnum allt frá stofnun.
Hjá Á. Guðmundsson starfa nú um 20 manns.
Starfsfólk
Almennar fyrirspurnir Vinsamlegast hafðu samband við sölufulltrúa.