Bókasafnshúsgögn

Bókahillurnar okkar bjóða upp á lausnir sem henta vel fyrir allar stærðir og gerðir bókasafna.

Framleiddar eru stálhillur í stærðunum 25 cm og 32 cm á dýpt og 75 cm og 95 cm á lengd. Hliðarnar fást einfaldar, 31 cm, og tvöfaldar, 61 cm. Hliðarnar fást bæði 185 cm og 208 cm háar. Auk þess er hægt að setja hjólabúnað undir hillurnar til að gera þær auðveldlega færanlegar.

Við framleiðum einnig minni bókavagna auk lesbása í ýmsum stærðum. Lesbásana er hægt að nota sem vinnubása fyrir kennara og sem tölvubása. Einingarnar er hægt að fá með eða án hillu, einnig tengdar saman, þ.e. með eingöngu eina hlið á milli eininga.

Image
Image

Almennar fyrirspurnir  Vinsamlegast hafðu samband við sölufulltrúa.