Skip to Content

Saga fyrirtækisins

Saga fyrirtækisins

Á. Guðmundsson ehf. var stofnað í janúar 1956 af hjónunum Maríu Sigmundsdóttur og Ásgeiri J. Guðmundssyni húsgagnasmíðameistara að Eiríksgötu 9, Reykjavík í 40 fermetra húsnæði. Árið 1962 flutti fyrirtækið í 220 fermetra eigið húsnæði að Auðbrekku 10 í Kópavogi sem var síðar stækkað í 1100 fermetra á þremur hæðum. Á árinu 1977 var flutt í 1450 fermetra húsnæði á einni hæð að Skemmuveg 4 sem var stækkað um 330 fermetra árið 1993. Á vormánuðum 1999 flutti Á. Guðmundsson að Bæjarlind 8–10 í Kópavogi í glæsilegt verslunar- og iðnaðarhúsnæði sem er alls 3240 fermetrar að stærð. Hjá Á. Guðmundsson starfa nú um 25 manns.

Bæjarlind 8–10 í Kópavogi

Í fyrstu voru framleiddar ýmsar gerðir húsgagna hjá Á. Guðmundsson en árið 1973 hófst framleiðsla skrifstofuhúsgagna. Í upphafi voru húsgögnin hönnuð af Helga Einarssyni og síðar af Þorkeli G. Guðmundssyni. Um 1985 hófst framleiðsala á SERÍA skrifstofu- og skólahúsgögnum sem Sturla Már Jónsson hannaði.

Nú framleiðir Á. Guðmundsson FLEX skrifstofuhúsgögnin sem Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hanna.

Auk þess framleiðir fyrirtækið SPUNA og SPROTA fundar- og kaffistofuhúsgögn ásamt SPEKI skólahúsgögnunum. Þessar þrjár línur eru hannaðar af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. Einnig framleiðir Á. Guðmundsson FAXA fundarstólana hannaða af Pétri B. Lútherssyni.

Á. Guðmundsson hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á kröfu markaðarins um góð og vönduð húsgögn og er því ávallt með arkitekta á sínum vegum sem sinna vöruþróun fyrirtækisins.

Hönnuðirnir okkar:

F.v. Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson,  Erla Sólveig ÓskarsdóttirDrupal vefsíða: Emstrur